Trúnaður

Auk fræðsluefnis um ólík kosningakerfi og notkun þeirra í þremur löndum byggir þetta verkefni á netkosningu, þar sem fólki gefst kostur á að kjósa meðal frambjóðenda til forseta á Íslandi árið 2024 eftir ólíkum kosningakerfum, og stuttri spurningakönnun um málefni því tengd.

Spurningarnar og kosningin eru hluti af rannsókn okkar á mögulegum áhrifum mismunandi kosningakerfa og hvaða þáttum þau, og val kjósenda á frambjóðendum, gætu tengst. Þátttakan er algjörlega valfrjáls og ekki er hægt að rekja svörin til þess sem gaf þau og þau eru ekki persónugreinanleg með nokkru móti.

Gögnin verða einungis nýtt til vísindalegra rannsókna. Þau verða ekki notuð í viðskiptalegum eða pólitískum tilgangi. Gögnin verða vistuð í gagnagrunni rannsakanda í Bandaríkjunum án nokkurra auðkenna sem gefa færi á að rekja svörin til þátttakenda. Svarendur hafa val um það hvort einstaka spurningum er svarað eða ekki. Hvorki IP-addressur tölvu, stillingar vafra eða nokkrar aðrar upplýsingar sem gera það mögulegt að rekja svör til einstaklinga eru vistaðar.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um rannsóknina eða vefsíðuna getur þú beint spurningum til:

Viktors Orra Valgarðssonar (V.O.Valgardsson@soton.ac.uk), nýdoktors í stjórnmálafræði (Leverhulme Early Career Fellow), University of Southampton

Indriða H. Indriðasonar (indridi.indridason@ucr.edu), Professor, stjórnmálafræðideild University of California, Riverside.