Skipta kosningakerfi máli?

Í stuttu máli, já. Kosningakerfi geta skipt mjög miklu máli. Til að sýna fram á það á einfaldan hátt er hér dæmi tekið frá Malkevitch (1990).

Hér eru 55 kjósendur sem skiptast í sex hópa (I-VI) sem hafa mismunandi álit á frambjóðendunum sem við köllum a,b,c,d, og e. Fyrsti hópurinn inniheldur 18 kjósendur sem allir eru sammála um að frambjóðandi a sé bestur, svo frambjóðandi d, svo e, o.s.frv. Næsti hópur inniheldur 12 kjósendur sem finnst b bestur, svo e, o.s.frv. Rautt letur þýðir að kjósendurnir geta sætt sig við frambjóðandann.

IIIIIIIVVVI
181210942
abcdee
debcbc
edeedd
ccdbcb
baaaaa

Skoðum hvaða niðurstaða fæst þegar mismunandi kosningkerfi eru notuð:

Einföld meirihlutakosning: Frambjóðandi a vinnur með 18 atkvæði.

Tveggja umferða meirihlutakosning: Frambjóðendur a og b komast í aðra umferð. Frambjóðandi b vinnur seinni umferðina 37-18.

Margumferða meirihlutakosning (e. sequential runoff, frambjóðandinn með fæst atkvæði í hverri umferð fellur úr leik. Frambjóðandi c vinnur. Frambjóðandi e fellur fyrstur úr leik með sex atkvæði. Í annarri umferð kýs hópur V b og hópur VI kýs c. Frambjóðandi d fellur næstur úr leik. Í næstu umferð fellur a úr leik með 18 atkvæði. Í síðustu umferð fer c með sigur af hólmi með 39 atkvæði gegn 16 atkvæðum b.

Borda talning: Frambjóðandi d vinnur með 18*4 + 12*3 + 10*2 + 9*5 + 4*3 + 2*3 = 191 stig. Aðrir frambjóðendur fá færri stig.

Condorcet aðferðin: Condorcet aðferðin spyr hvort að einhver frambjóðandanna myndi sigra alla hina frambjóðendurnar ef kjósendurnir myndi kjósa á milli þeirra. Frambjóðandi e er sigurvegarinn hér. Frambjóðandi e myndi vinna á móti a 37-18, b 33-22, c 36-19, og d 37-18.

Samþykktarkosning: Hér verður niðurstaðan jafntefli á milli frambjóðenda e og d. Allir kjósendurnir telja frambjóðendur e og d ásættanlega og báðir fá 55 atkvæði.

Semsagt, sömu kjósendur en sex mismunandi kosningaaðferðir: sex mismunandi niðurstöður.