Borda talning

Borda talning (e. Borda count) er kosningakerfi sem byggir á því að kjósendur raða frambjóðendum í stað þess að kjósan einstakan frambjóðenda.  Kosningkerfinu svipar þannig til varaatkvæðiskerfisins en talning atkvæða fer fram með öðrum hætti. Frambjóðendum er gefin stig í samræmi við röð þeirra á kjörseðlinum. Stig hvers frambjóðanda eru lögð saman og sá sem er með flest stig er sigurvegari kosninganna. Borda talning er ekki sérlega vinsæl aðferð fyrir forseta eða þingkosningar en hefur þó verið notuð fyrir kosningar í Nauru og Kiribati. Eurovision söngvakeppnin notar afbrigði af Borda talningu.

Framkvæmd kosninga:

Á kjörseðlinum eru kjósendur beðnir um að raða frambjóðendunum.  Við talningu atkvæða fær frambjóðandi sem er ofar í röðun kjósanda fleiri stig. Nánar tiltekið þá fær frambjóðandinn sem raðað er efst jafnmjörg atkvæði og það eru frambjóðendur í kjöri.  Þ.e., ef það eru 12 frambjóðendur þá fær sá sem raðað er efst 12 stig. Frambjóðendanum sem raðað er næst efst fær einu stigi minna, eða 11, og svo koll af kolli. Að lokum eru atkvæði hvers frambjóðenda lögð saman.

Ef kjósandinn raðar ekki öllum frambjóðendunum eru stigin sem fylgja þeim sætum sem ekki er raðað í skipt jafnt á milli frambjóðendanna sem ekki var raðað. Svo dæmi sé tekið, ef níu af tólf frambjóðendum var raðað þá standa sex stig eftir (eitt fyrir síðasta sætið, tvö fyrir það næstneðsta, og þrjú fyrir það þriðja neðsta) og hver frambjóðendanna sem ekki var raðað fær tvö atkvæði.

Talning atkvæða:

Sigurvegari kosninganna er sá frambjóðandi sem hlýtur flest stig.

Dæmi:

Segjum að það séu fimm kjósendur og þrír frambjóðendur (A, B, og C).

Fyrsta sæti Annað sætiÞriðja sæti
Kjósandi 1ABC
Kjósandi 2ABC
Kjósandi 3BAC
Kjósandi 4BAC
Kjósandi 5CAB

Stig frambjóðenda A: 2*3 stig (fyrsta sæti) + 3*2 stig (annað sæti) = 12 stig

Stig frambjóðenda B: 2*3 stig (fyrsta sæti) + 2*2 stig (annað sæti) + 1*1 (þriðja sæti) = 11 stig

Stig frambjóðenda C: 1*3 stig (fyrsta sæti) + 4*1 stig (þriðja sæti) = 7 stig

Frambjóðandi A er sigurvegari kosninganna.

Kostir og gallar:

Borda talning er tiltölulega einföld í framkvæmd og er auðskilin.  Borda talning gefur kjósendum líka færi á að lýsa áliti sínu á frambjóðendum nánar en flest önnur kosningakerfi.  Líkt og varaatkvæðið gefur stigakosning kjósendum færi á að raða frambjóðendum (svo lengi sem þeir eru ekki of margir).

Borda talning er líkleg til að hvetja frambjóðendur til að gæta hófsemi og taka ekki of öfgakennda afstöðu.  Frambjóðendur sem halda sig á miðjunni eru líklegri til að vera raðað tiltölulega hátt af þorra kjósenda á meðan frambjóðendur sem taka öfgakenndari afstöðu er e.t.v. raðað hátt af þeim kjósendum sem aðhyllast slíkar stefnur en á móti eru þeir ólíklegir til að hljóta náð fyrir augum annarra kjósenda.  Þ.e.a.s., frambjóðendur eru líklegir til að hafa ríkari hvata til að höfða til stærri hóps kjósenda.

Borda talning getur leitt til þess að fjöldi frambjóðenda eykst þar sem að kjósendur hafa ekki takmarkaðan fjölda atkvæða.  Nýr frambjóðandi þarf þannig ekki að hafa áhyggjur af því hver áhrif framboðs hans eru á sigurmöguleika annarra frambjóðanda sem aðhyllast svipað stefnu. Fjöldi frambjóðanda er yfirleitt ekki talið alvarlegt vandamál en mikill fjöldi frambjóðenda flækir ákvarðanatöku kjósenda þar sem kjósendur þurfa að afla sér upplýsinga um fleiri frambjóðendur á sama tíma og hver frambjóðandi fær minni athygli í fjölmiðlum.  Ef kjósendur taka ákvarðanir á grundvelli upplýsinga um einungis hluta þeirra frambjóðenda sem í boði eru geta niðurstöður kosninganna verið tilviljanakenndar.

Úrslit stigakosningarinnar geta verið á þann máta að meirihluti kjósenda telur annan frambjóðanda betri kost en frambjóðandann sem var sigurvegari kosninganna.

Borda talning getur líka flækt val kjósenda af sömu ástæðum og val þeirra getur verið snúið í samþykktarkosningakerfinu.